22. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 30. nóvember 2023 kl. 10:18


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 10:18
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 10:18
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 10:18
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 10:18
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 10:18
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:18
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 10:18

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Halldóra Mogensen og Bergþór Ólason boðuðu forföll. Þá var Eyjólfur Ármannsson fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:18
Lið frestað.

2) 349. mál - vopnalög Kl. 10:18
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jónas H. Ottósson og Jón S. Ólason frá embætti lögreglustjórans á Vesturlandi, Helga Jensson frá embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum, Óla Ásgeir Hermannsson frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, Áka Ármann Jónsson og Jón Þór Víglundsson frá Skotveiðifélagi Íslands, Jón Brynjar Kristjánsson frá Skotfélaginu Markviss og Gunnloga, félagasamtökum, Indriða G. Ragnarsson frá Skotfélaginu Markviss og Eymund Sigurðsson. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:44
Nefndin samþykkti að þiggja boð mennta- og barnamálaráðuneytis um að hlýða á forkynningu á niðurstöðum PISA könnunarinnar 2022 í Eddu - húsi íslenskunnar nk. þriðjudag 5. desember frá kl. 9:30 - 10:30 og halda í kjölfarið fund utan reglulegs fundartíma á milli kl. 10:45 og 11:45 á nefndasviði Alþingis.

Fundi slitið kl. 11:44